Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grasaferð í kvöld
Þriðjudagur 13. júlí 2004 kl. 10:05

Grasaferð í kvöld

Nátturúrlækningafélag Reykjavíkur mun standa fyrir grasaferð i nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld kl. 17:30

Farið verður undir leiðsögn Ásthildar Einarsdóttur, grasalæknis og fegrunarsérfræðings.
Tíndar verða jurtir í fallegu umhverfi til tegerðar og fleira, ásamt fræðslu um fjölbreytta eiginleika og notagildi íslenskra jurta.

Ásthildur er dóttir Ástu Erlingsdóttur grasalæknis og kemur fram í fréttatilkynningu frá NLFR að fjölskylda hennar hefur stundað grasalækningar mann fram að manni öldum saman. Þá hafi hún hjálpað gríðarlega mörgum og er þar nefnt brunasmyrslið einstaka auk fjölda annarra græðandi áburða og jurtaseiða sem gert hefur heilsufari gott.

Boðið verður upp á jurtate og meðlæti unnið úr lífrænt vottuðu hráefni. Áætlað er að ferðin taki um 2 klst. frá kl. 17:30-19:30

Allir eru velkomnir, jafnt börn sem fullorðnir
Skráning og upplýsingar fyrir hádegi á skrifstofu NLFR
síma 552-8191 og hjá leiðbeinanda  í síma 565-6133.

Mynd/Hörður Kristinsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024