Grænmetisveisla í Grindavík
Krakkarnir á leikskólanum Króki í Grindavík settu í vor niður grænmeti í skólagarðana sem komið var á fót við Stakkavík. Sprettan í sumar var góð og á dögunum fóru krakkarnir og tóku upp grænmetið sitt. Þetta var mikið upplifun fyrir börnin eins og sjá má á myndunum sem birtust á vef Grindavíkurbæjar.
Krakkarnir fengu svo lánað kar hjá Stakkavík sem keyrði uppskeruna upp að dyrum. Það sem ekki var borðað bauðst börnunum að taka með sér heim og var það vel þegið. Tæmdist karið á tveimur klukkustundum.