Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Grænar baunir eru ...  nauðsynlegar á jólaborðið
Þriðjudagur 24. desember 2019 kl. 07:14

Grænar baunir eru ... nauðsynlegar á jólaborðið

Jóngeir H. Hlinason er deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun, býr í Vogum og er bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum. Hér svarar hann jólaspurningum VF:

Aðventan er í mínum huga ... tími anna, en á sama tíma er það tímabil ljóss og ljósaskreytinga í skammdeginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég skreyti ... með hefðbundum jólaskreytingum sem við höfum átt í mörg ár, ásamt eiginkonu og sonum.

Jólahlaðborðið ... er grafinn lax í forrétt og lambahryggur og lambalæri með öllu meðlæti í aðalrétt.

Grænar baunir eru ... nauðsynlegar á jólaborðið.

Laufabrauð ... gerum við með systur minni og fjölskyldum okkar.

Jólaskraut fer utan á húsið mitt ... helst fyrsta í aðventu ef þess er nokkur kostur.

Jólatréð skreytum við ... um miðjan desember þegar við höfum góðan tíma í það.

Jólastemmningin ... er yndisleg.

Hangikjöt er ... haft á jóladag hjá okkur.

Malt og Appelsín eru ... nauðsynleg að hafa með jólamatnum.

Jólasveinarnir eru ... hjá jólahúsinu sem við setjum upp á heimili okkar á hverjum jólum.

Á Þorláksmessu fer ég ... stundum í skötuveislu en oftast förum við í kvöldkaffi til vinafólks.

Aðfangadagur er ... haldinn með eiginkonu og sonum okkar.

Um áramótin ætla ég ... að vera heima hjá mér að vanda með fjölskyldu minni og afkomendum,  borða gott, horfa á skaupið og etv. skjóta upp smávegis.