Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Gott veður og þátttaka í annarri gönguferð sumarsins
Laugardagur 6. júní 2015 kl. 07:00

Gott veður og þátttaka í annarri gönguferð sumarsins

Reykjanesgönguferðir gengu á Stóra Skógfell og síðan með Skógfellavegi að Þorbirni sl. miðvikudagskvöld. Ofan af fjallinu var mikið og gott útsýni yfir Þráinsskjöld, Arnarseturshraun og Sundhnúkagígaröðina sem er ein af fáum ósnortnum gígaröðum á Reykjanesskaganum.  Gengið var með með merktum Skógfellaveginum að Þorbirni þar sem rúturnar biðu hópsins.

Góð þátttaka var og veður gott í þessari annarri göngu sumarsins undir stjórn Rannveigar „Nannýjar“ Garðarsdóttur en hún hefur staðið fyrir þessum ferðum undanfarin ár.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hér má sjá fleiri myndir úr göngunni.

Dubliner
Dubliner