Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gott snapp getur bjargað deginum
Mánudagur 22. ágúst 2016 kl. 06:00

Gott snapp getur bjargað deginum

Bassaleikarinn Arnar Ingólfsson úr Njarðvík notar símann sinn mest til að hringja og senda sms. Hann notar þó nokkur öpp, þar á meðal upptökuforrit sem hann hefur notað síðan hann var 16 ára gamall.

Það er í mörg horn að líta hjá Arnari þessa dagana en hann er í þremur hljómsveitum; SíGull, ParÐar og AVóKA. Allar hljómsveitirnar eru um þessar mundir að gefa út plötur og skipuleggja tónleika. Arnar leikur á bassa í öllum böndunum ásamt því að syngja bakraddir. Arnar vinnur vaktavinnu hjá flugeldhúsi IGS og er vinnutíminn frá sjö á morgnana til sjö síðdegis sem Arnar segir henta mjög vel þar sem hann þurfi að vera Batman á kvöldin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Shortcuts for fruityloops studio
Þetta upptökuforrit hef ég notað síðan ég var 16 ára. Ég nota þetta app frekar oft þegar ég þarf að vita sérstök shortcuts. Þið getið heyrt tónlistina mína inni á www.Soundcloud.com/Ingolfs

 

Shazam
Það gerist svo oft að maður heyri lag í útvarpinu og ekki er sagt hvað það heitir. Þetta app er snilld til að finna út hvaða lag er í gangi.


Ja.is
Þegar ég þarf að finna réttu leiðina á einhvern stað þá kemur þetta app sér vel. 

 

 

Facebook
You know the drill.

 

 

Snapchat
Það er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera í daglegu lífi. Gerir daginn hjá manni þegar snappið fær mann til að brosa.