Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gott gengi FS í ræðu- og spurningakeppnum
Laugardagur 7. febrúar 2009 kl. 22:18

Gott gengi FS í ræðu- og spurningakeppnum

Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, hefur farið á kostum í vetur og er komið í fjögurra liða úrslit keppninnar, segir á vef skólans.
 
Fyrr í vetur vannst sigur á Menntaskólanum á Egilsstöðum á útivelli og síðan lá lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 8 liða úrslitum nú á dögunum.  Sú keppni fór fram á okkar heimavelli að viðstöddu fjölmenni og var keppnin æsispennandi.  Umræðuefnið var ameríski draumurinn og var okkar lið með en Garðbæingar á móti.  Svo fór að lokum að tveir dómarar af þremur dæmdu okkar mönnum sigur en auk þess var Sigfús Jóhann Árnason valinn ræðumaður kvöldsins.  Auk hans skipa liðið þeir Fannar Óli Ólafsson, Davíð Már Gunnarsson og Oddur Gunnarsson liðsstjóri. 

Þá mætir lið skólans liði Menntaskólans í Hamrahlíð í 8 liða úrslitum Gettu betur. Keppnin fer fram í Sjónvarpinu laugardaginn 21. febrúar.
---
Á myndinni er MORFIS-lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja upptekið við ræðuskrif þegar liðið tók á móti Garðbæingum á dögunum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024