Gospelkórinn með tónleika í Duushúsum
 Gospelkór Suðurnesja heldur sína fyrstu opinberu tónleika í Listasal Duushúsa 3ja sunnudag í aðventu, 17. desember kl. 20:00.
Gospelkór Suðurnesja heldur sína fyrstu opinberu tónleika í Listasal Duushúsa 3ja sunnudag í aðventu, 17. desember kl. 20:00.  Fram kemur einnig kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Einar Örn Konráðsson trúbador og Elísabet Geirsdóttur píanóleikari. Stjórnandi kóranna er Elín Halldórsdóttir. Á tónleikunum verða sungin gospel jólalög og þekktir gospel-slagarar í bland við aðra létta tónlist.
Unnendur gospel-tónlistar og kórsöngs ættu að nýta tækifærið og bregða undir sig betri fætinum eða bara allir þeir sem vilja komast í hátíðlegt jólaskap. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Gospelkór Suðurnesja var stofnaður 2. nóvember árið 2005 og hefur komið fram við ýmis tækifæri. Kórinn undirritaði samstarfssamning við Reykjanesbæ á haustdögum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				