Göngusumarið á enda
Göngugörpum fannst rigningin góð
Í síðustu göngu sumarsins hjá Reykjanesgönguferðum var gengið yfir Þorbjörn og í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi hans. Gengið var niður hjá skógræktinni á Baðsvöllum og þaðan að Svartsengisvirkjun þar sem göngufólki var boðið upp á hressingu.
Dregin voru út verðlaun þar sem útivistarfatnaður frá 66°Norður og dekurdagur í Bláa Lóninu voru í verðlaun.
Hér að neðan má sjá myndir frá göngunni.
Rannveig er ávallt fremst í flokki í gönguferðum um Reykjanesið.
Veglegar veitingar hjá Bláa Lóninu.
Örlítil væta náði ekki að stöðva þessa göngugarpa.