Göngum á 12 fjöll á árinu 2019
Mikil vakning er meðal almennings um hvers kyns útivist. Áhugi á fjallgöngum hefur vaxið hratt. Sem dæmi má nefna að nýlega boðaði Ferðafélag íslands til kynnigarfundar um fjallgöngur á árinu. Um 400 manns mættu.
Áhugahópur fólks á Reykjanesi hefur sett sér það markmið að ganga a.m.k. á 12 fjöll á árinu 2019. Munum byrja strax í febrúar. Ekkert gjald tekið fyrir þátttöku en fólk kemur sér saman um ferðir (í einhverjum tilvikum splæst í rútuferð).
Kynningarfundur verður haldinn í Keili á Ásbrú FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR KL. 20-21:30.
Hugmyndir að fjöllum ársins kynntar, fyrirkomulag rætt, undirbúningur, búnaður o.s.frv. Nú er tækifæri til að slást í skemmtilegan hóp.
Fjöll sem horft er til á árinu: Þórðarfell, Eldvörp, Gullbringa, Móskarðshnjúkar, Esja, Heiðarhorn, fjöllin við Landmannalaugar, Sogin og Grænavatnseggjar, Lambafellsklofi, Snæfellsjökull, Leggjabrjótur, Trölladyngja, Keilir.
Allir velkomnir.