Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Göngulýsing: Gönguferð á Skálafell og Háleyjabungu
Þriðjudagur 29. júlí 2008 kl. 11:31

Göngulýsing: Gönguferð á Skálafell og Háleyjabungu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miðvikudaginn 23. Júlí lagði vaskur gönguhópur af stað með rútu frá SBK, ætlunin var að fara í gönguferð á Skálafell og að Háleyjabungu. Ekinn var Hafnavegurinn að Reykjanesvirkjun þar sem að tveir jarðfræðingar frá Hitaveitu Suðurnesja komu upp í rútuna ekið var að gatnamótum að Reykjanesvita og Gunnuhvers og bættist þá jarðfræðingur frá Geysir Green Energy í hópinn ásamt fleira fólki.


Gengið var upp á gíg Skálafells þar sögðu jarðfræðingarnir frá tilurð gígsins, misgengisins og hrauna í kring. Þaðan var gengið fram á klettabrún þar sem gott útsýni er yfir Hveravelli þar er Gunnuhver er í miklum ham. Gengið var að dyngju Háleyjabungu sem er 25m djúp og fallega mynduð dyngja. Gengið var ofan í dyngjuna og borðað nesti, þar sögðu jarðfræðingar hvernig dyngjugos verða til í samanburði við önnur gos, einnig sýndu þeir göngufólki stein úr dyngjunni sem inniheldur litla kristalla sem leynast í grjótinu.


Eftir nestisstoppið var gengin önnur leið til baka og stoppað á nokkrum stöðum m.a við Gunnuhver þar var göngufólk frætt um jarðhitasvæðið og einnig sagt frá borunum Hitaveitu Suðurnesja á því svæði.
Gangan tók ca 2 klst. og 17 mínútur