Gönguhátíð í Grindavík um helgina
Göngugarpar og útvistarunnendur þurfa ekki að fara langt um verslunarmannahelgina því boðið verður til mikillar gönguhátíðar í Grindavík. Boðið verður upp á áhugaverðar gönguferðir um náttúruperlur og söguslóðir í landi Grindavíkur frá föstudegi til mánudags. Gönguhátíðin er liður í viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2009.
Gönguhátíðin hefst föstudagskvöldið með göngu um gamla bæjarhlutann í Grindavík. Á laugardaginn verður gengin 6 km leið á söguslóðir austan Grindavíkur. Á sunnudaginn verður gengið um gamlar þjóðleiðir. Á mánudaginn fá svo þátttakendur að kynnast merkilegum minjum og stórbrotinni náttúru í Eldvörpum.
Sjá einnig hér
Ljósmynd/elg – Frá Selatöngum