Göngugarpar í Garðinum
Hátt í sextíu göngugarpar mættu í Íþróttarhúsið í Garðinum í morgun þar sem farið var í menningar- og sögutengda göngu um nánasta svæðið í kring. Gengið var að fornmannaleiði, Útskálakirkju, hinum forna Skagagarði, Skálareyki og fiskihjöllum. Ungir sem aldnir voru ánægðir með framtakið sem var hluti af dagskrá Garðs af tilefni Sólseturshátíðarinnar.
Hægt verður að skella sér í aðra göngu á morgun klukkan 11:00 þá verður menningar -og sögutengd ganga frá Leirunni í Garði að Garðskagavita. Gangan tekur um þrjá tíma og farið verður 5 til 6 km meðfram ströndinni. Fræðsla um minjar og staðhætti undir stjórn leiðsögumanna á Reykjanesi.
Hægt verður að skella sér í aðra göngu á morgun klukkan 11:00 þá verður menningar -og sögutengd ganga frá Leirunni í Garði að Garðskagavita. Gangan tekur um þrjá tíma og farið verður 5 til 6 km meðfram ströndinni. Fræðsla um minjar og staðhætti undir stjórn leiðsögumanna á Reykjanesi.