Gönguferð um Selatanga
Miðvikudagskvöldið 26. júní kl 19:00 bjóða Reykjanesgönguferðir upp á gönguferð um Selatanga sem er gömul verstöð en útræði lagðist af á Selatöngum eftir 1880. Allmiklar verbúðarústir eru þar og víða hefur verið hlaðið fyrir hraunhella sem vermenn höfðu til ýmissa nytja. Minjar á Selatöngum eru friðlýstar.
Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir og gestaleiðsögumaður verður Óskar Sævarsson landvörður Reykjanesfólkvangs.
Gangan tekur 2 - 3 klst.
Auðveld og þægileg kvöldganga fyrir alla fjölskylduna.
Kostnaður kr. 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri
Mæting við Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ.
Allir velkomnir.