Gönguferð um Leiruna fyrir alla fjölskylduna
Miðvikudagskvöldið 17. júlí kl 19:00 bjóða Reykjanesgönguferðir upp á gönguferð um Leiruna í fylgd Guðmundar Garðarssonar áhugamanns um örnefni í Leiru. Leiran liggur á milli Keflavíkur og Garðs. Þar var ein fjölmennasta byggð á Suðurnesjum á 18. Og 19. öld. Eflaust geta margir Suðurnesjamenn rakið uppruna sinn þangað. Enn í dag má sjá minjar um þessa gömlu íbúabyggð.
Leiðsögumaður er sem fyrr Rannveig Garðarsdóttir og gestaleiðsögumaður verður að þessu sinni Guðmundur Garðarsson. Gangan tekur 2 – 3 klst, kostnaður er 1500 krónur en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Mæting kl 19:00 við Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ.