Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Göngu- og hjólabærinn Grindavík
Þriðjudagur 26. nóvember 2013 kl. 08:59

Göngu- og hjólabærinn Grindavík

Greinargerð Helenu Bj. Bjarnadóttur, formanns frístunda- og menningarnefndar, og Kristins J. Reimarssonar,  sviðsstjóra, um tillögu bæjaráðs um göngu- og hjólabæinn Grindavík, var lögð fram í bæjarráði í síðustu viku. Frístunda- og menningarnefnd hefur fjallað um greinargerðina og leggur til við bæjarráð að eftirfarandi verkefnum verði hrint í framkvæmd. 

 - Lagt er til að settar verði 1.200.000 kr. í samgöngusamninga - samgöngustyrki á árinu 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Lagt er til að keypt verði 4 - 6 hjól strax á næsta ári fyrir starfsmenn til að hjóla á milli stofnanna.

- Lagt er til að samhliða áframhaldandi þátttöku í verkefninu Göngum/hjólum í skólann verði það útvíkkað inn á allar stofnanir Grindavíkurbæjar og jafnvel fleiri fyrirtækja í bænum. 

- Lagt er til að hafin verði vinna við gerð göngu- og hjólastígakorts sem verði aðgengilegt á vef Grindavíkurbæjar 2015.

- Lagt er til að hugað verði sérstaklega að göngustígum fyrir eldri borgara út frá Víðihlíð og Miðgarði og jafnhliða verði settir upp bekkir fyrir eldra fólk eða fótalúna.

- Lagt er til að í 3 - 4 ára áætlun verði sett fjármagn í hjólaskýli við stofnanir Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð samþykkir tillögur frístunda- og menningarnefndar og felur sviðsstjóra ábyrgð á framkvæmd verkefnisins.