Gömlu góðu íslensku lögin í ráðhúsinu - myndir og video
Það var Ljósanæturfjör í ráðhúsi Reykjanesbæjar þegar hópur góðra manna úr bæjarstjórninni spilaði og söng í hádeginu á fimmtudegi Ljósanætur. Sungin voru góð íslensk lög sem flestir þekkja en textablöð lágu frammi þannig að það var auðvelt að taka undir.
Víkurfréttir skelltu í beina útsendingu frá viðburðinum á Facebook síðu VF og er hægt að sjá það hér með fréttinni. Ljósmyndirnar voru teknar í fjörinu sem var í hádeginu á föstudegi Ljósanætur.
VF-myndir/pket. Video/hilmarbragi.