Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gömlu góðu barnalögin komin út
Mánudagur 2. desember 2013 kl. 11:01

Gömlu góðu barnalögin komin út

Út er komin nýr barnadiskur sem ber heitið Gömlu góðu barnalögin og 8 skrítnar barnasögur. Guðmundur R Lúðvíksson gefur út diskinn sjálfur og sér einnig um dreifingu á honum. Á disknum eru 12 íslensk þjóðkunn barnalög ásamt 8 frumsömdum smásögum sem eru lesnar upp.

Meðal laga má nefna Ein ég sit og sauma, Fimmeyringurinn, Fimm fílar lögðu af stað, Meistari Jakop, Afi minn og amma mín ofl. lög.
Allar sögurnar eru það sem kalla má örsögur og fjalla m.a um Kónginn í Litalandi, Hundinn Blett og fleiri skrítna hluti sem vekja börn til umhugsunar og eru með lærdómsinnlegg.

Guðmundur Rúnar mun fylgja disknum eftir með uppákomum hér og þar, en fyrsta barnaskemmtunin fer fram í Reykjanesbæ á Knús Caffe, sunnudaginn 8. des undir heitinu Barnagaman - allir saman.

Þar mun íslenski jólasveinninn taka á móti börnunum, amma lesa upp jólasögu og farið í spennandi leiki með börnunum. Engin aðgangseyrir er á þessari skemmtun og allir eru velkomnir.

Kakó og smákökur að hætti mömmu verður á boðsstólnum þennan sunnudag fyrir börn og fullorðna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024