Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góðir gestir koma í Bókasafn Reykjanesbæjar
Mánudagur 12. desember 2016 kl. 09:01

Góðir gestir koma í Bókasafn Reykjanesbæjar

Þriðjudaginn 13. desember klukkan 17.00 kemur Sigmundur Ernir og les úr nýútkominni bók sinni Allt mitt líf er tilviljun en hún fjallar um ævintýralegt lífshlaup Birkis Baldvinssonar úr saggafullum kjallara í hæstu byggingu heims. Birkir Baldvinsson bjó í Keflavík árum áður og er mörgum kunnur.

Eftir lestur Sigmundar koma fulltrúar bókaforlagsins Lesstofan og kynna bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson. Bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna nú í desember.

Gestum gefst kostur á að spyrja spurninga um bækurnar og fá þær áritaðar en nokkur eintök verða til sölu á þeirra vegum.
 
Heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu bókasafnsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024