Góðir gestir heimsóttu Njarðvíkurskóla
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins kom færandi hendi í Njarðvíkurskóla nýlega og bauð starfsfólki skólans upp á köku í tilefni dags kennarans. Ragnar er fyrrum nemandi skólans og Njarðvíkingar voru ánægðir með að fá hann í heimsókn í sinn gamla skóla á þessum degi.
„Við vorum með starfsdag þennan dag og höfðum fengið til okkar fræðslu um bekkjarfundi og það var líka fyrrverandi nemandi skólans, Sigríður Ingadóttir, sem kom og var með þá fræðslu en hún vinnur hjá Miðstöð skólaþróunar á Akureyri. Alltaf gaman að fá fyrrum nemendur til okkar þó ólíkar ástæður hafi legið að baki,“ ssagði Ásgerður Þorgeirsdóttir,
skólastjóri Njarðvíkurskóla.