Góðir gestir á aðventukvöldi knattspyrnudeildar Grindavíkur
Hið árlega aðventukvöld knattspyrnudeildar UMFG var haldið í níunda sinn í Gulahúsinu á föstudaginn var. Gestir..
Hið árlega aðventukvöld knattspyrnudeildar UMFG var haldið í níunda sinn í Gulahúsinu á föstudaginn var. Gestir voru þeir Karl og Eiríkur Hermannssynir ásamt Þorsteini Ólafssyni en þeir félagar rifjuðu upp fótbolta og bítlatímann í Keflavík og tóku nokkur lög sem tengdust þessum tíma.
Einnig mætti Ómar Torfason fyrrum leikmaður okkar Grindvíkinga og sagði sögur af sínum fótboltaferli og veru sinn hjá Grindavík. The Back Stabbing Beatles tóku nokkur af sínum bestu lögum. Árni Johnsen lét sig ekki vanta og tók nokkur lög og sagði skemmtilegar sögur.