Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góðar viðtökur á góðgerðarsýningu
Mánudagur 3. desember 2007 kl. 17:11

Góðar viðtökur á góðgerðarsýningu

Fjölmörg málverk seldust í styrktarátaki nokkurra myndlistarmanna á Suðurnesjum, en þeir, í samstarfi við Iceaid, munu láta allan ágóða af sölu verkanna renna til hjálpar Afríkubúum sem hafa misst útlimi. Á meðal þeirra sem voru með verk á sýningunni í Kaffitári voru Sossa, Ásta Árna, Íris Jónsdóttir og fleiri.

Hjördís Árnadóttir var meðal skipuleggjenda verkefnisins og sagði hún í samtali við Víkurfréttir að þau væru ánægð með árangurinn en enn væru nokkur verk óseld. Þeir sem eru áhugasamir um að kaupa sér falleg listaverk á góðu verði geta því litið við í Kaffitári og styrkt gott málefni.

VF-myndir/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024