Góðar gjafir til Bókasafns Reykjanesbæjar
Á Laxnesshátíðinni sem haldin var mánudaginn 22. apríl sl. í tilefni aldarafmælis nóbelsskáldsins Halldórs Laxness var sett upp sýning á listaverkum Erlings Jónsson sem orðið hafa til vegna áhrifa frá skáldverkum Halldórs. Þessi sýning hefur nú verið sett upp í sýningarsal Bókasafns Reykjanesbæjar og er opin virka dag frá kl. 10 – 20, laugardaga kl. 10 – 16. Sýningin stendur til 8. maí 2002.Bókasafni Reykjanesbæjar voru færðar tvær stórgjafir á Laxnesshátíðinni
Erlingur Jónsson gaf safninu lágmynd af Halldóri Laxness úr eir og Stuðningshópur að Listasafni Erlings Jónssonar færði safninu listaverkið "Laxness pennann" að gjöf í tilefni aldarafmælis skáldsins.
Leitað hefur verið til nokkurra fyrirtækja og félaga um fjárframlög til að láta stækka listaverkið, en Erlingur var mikill vinur og aðdáandi skáldsins og konu hans Auðar.
Fyrirhugað er að verkið verði steypt í brons og haft á stöpli úr Bohus-graníti og steyptum sökkli, samtals um 4 metrar á hæð. Á stöplinum verður áletruð plata um tilefnið og önnur með nöfnum gefenda.
Stefnt hefur verið að því að verkið verði afhjúpað í byrjun september n.k. á menningahátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt.
Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar.
Erlingur Jónsson gaf safninu lágmynd af Halldóri Laxness úr eir og Stuðningshópur að Listasafni Erlings Jónssonar færði safninu listaverkið "Laxness pennann" að gjöf í tilefni aldarafmælis skáldsins.
Leitað hefur verið til nokkurra fyrirtækja og félaga um fjárframlög til að láta stækka listaverkið, en Erlingur var mikill vinur og aðdáandi skáldsins og konu hans Auðar.
Fyrirhugað er að verkið verði steypt í brons og haft á stöpli úr Bohus-graníti og steyptum sökkli, samtals um 4 metrar á hæð. Á stöplinum verður áletruð plata um tilefnið og önnur með nöfnum gefenda.
Stefnt hefur verið að því að verkið verði afhjúpað í byrjun september n.k. á menningahátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt.
Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar.