Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 5. febrúar 1999 kl. 21:27

GÓÐÆRIÐ INN Á HEIMILIN

Það hringdi í mig ung verkakona um daginn. Býr í Reykjanesbæ og er gift tveggja barna móðir.. Þessi kona spurði eftir góðærinu og þá sérstaklega hvenær þess væri von inn á heimili launafólks í þessu landi. Hjónin ynnu bæði úti en endar næðu ekki saman. Hver mánaðarmót væru einfaldlega höfuðverkur og ergelsi, þegar launatekjur dygðu tæpast fyrir gluggabréfunum og brýnustu nauðsynjum fjölskyldunnar. Þessi spurning er einfaldlega kjarni íslenskra stjórnmála í dag. Þessum spurningum almennings verðum við í Samfylkingu jafnaðar og félagshyggjufólks að svara með skýrum og afdráttarlausum hætti. Og það munum við gera. Við ætlum að jafna óhóflegan tekjumun og koma góðærinu inn á heimilin í landinu. Við viljum jöfnuð, frelsi og réttlæti til öndvegis í íslenska pólitík á nýjan leik. Og með þá lykla að framtíðinni í höndum okkar, þessi grundvallarlífsviðhorf, þá munum við koma á réttlátri og eðlilegri skipan í sjávarútvegsmálum, treysta atvinnu og lífskjör. Í prófkjöri Samfylkingar á föstudag og laugardag erum við að leggja grunn að því að hægt verði að taka á þessum stóru málum. Ég er til í slaginn. Er reiðubúinn að leiða lista hinnar nýju samfylkingar - vera í 1.sæti. Ég vonast eftir því að við eigum samleið í prófkjörinu nú á föstudag og laugardag. Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024