Góða skapið kemur í veg fyir klikk
Hermann Nökkvi Gunnarsson er 16 ára varaformaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og formaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Hann æfir amerískan fótbolta og er mikill áhugamaður um pólitík.
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Þessa Verslunarmannahelgi verð ég á Þjóðhátíð í eyjum. Ég fer með einum góðum félaga en ég er síðan með ömmu og afa, frænku og frændur í eyjum sem ég verð með líka.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
Ég er ekki með neina eftirminnilegar sögur eða neitt þannig frá fyrrum Verslunarmannahelgum en ég held að skemmtilegasta Verslunarmannahelgin hafi verið á Þjóðhátíð 2012. Við vorum öll fjölskyldan þar og mikið af ættingjum sem gerði þá helgi frábæra. Einnig er ég með margar skemmtilegar myndir af mér frá þeirri ferð.“
Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Góða skapið og góðir vinir, klárlega. Þannig er ómögulegt að helgin klikki.“