Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Góð þátttaka á Mannamóti 2014
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 09:00

Góð þátttaka á Mannamóti 2014

Níu öflug fyrirtæki af Suðurnesjum tóku þátt í kynningarfundinum Mannamóti fyrir hönd Reykjaness fyrir skömmu.

Níu öflug fyrirtæki af Suðurnesjum tóku þátt í kynningarfundinum Mannamóti fyrir hönd Reykjaness fyrir skömmu. Markaðsstofur landshlutanna stóðu í fyrsta sinn fyrir sameiginlegum kynningarfundi eða stefnumóti við ferðaþjónustuaðila af landsbyggðinni.

Fyrirtækin voru Fjórhjólaævintýri í Grindavík, veitingastaðurinn Vitinn og Þekkingarsetrið í Sandgerði, Leiðsögunám Keilis í ævintýraferðamennsku, Hljómahöllin, Duushús, Víkingaheimar, Hótel Keflavík og Hótel A10 í Reykjanesbæ auk Reykjaness jarðvangs og Markaðsstofu Reykjaness sem jafnframt var einn af undirbúningsaðilum Mannamóts.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mannamótið var haldið í flugskýli flugfélagsins Ernis og komu saman um 160 öflug fyrirtæki af öllu landinu og kynntu vörur sínar og þjónustu.

Tilgangurinn með verkefninu var að kynna landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu fyrir ferðasöluaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og vinna með því að dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu heilsársferðaþjónustu.

Mjög góð þátttaka var á þessu fyrsta Mannamóti markaðsstofanna og fór hún úr vonum. Áætlað er að á milli 7-800 gestir hafi komið og var fólk almennt sammála um að mikil gróska og tækifæri væru í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Markaðsstofurnar eru mjög ánægðar með þessa miklu þátttöku og ljóst þykir að endurtaka verður þennan velheppnaða viðburð aftur að ári.