Góð stemmning á sólseturshátíð í Garði
Fjölmargir hafa lagt leið sína á Sólseturshátíð í Garði en hún var sett formlega af Jónínu Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa úti á Garðskaga í dag. Í kjölfarið fylgdu mörg skemmtiatriði sem gestir gátu notið í mildu sumarveðri.
Garðmenn tóku forskot á sæluna í upphafi vikunnar en einhver atriði hafa verið á hverjum degi. Í gær og í fyrradag voru t.d. strandblakmót á Garðskaga, margs konar fjör í sundlauginni og þá var miðnæturmessa í Útskálakirkju í gærkvöldi.
Kvöldskemmtun hefst svo kl. 20.30 með söng nokkurra aðila, m.a. Eldeyjarkórsins, Bjartmars Guðlaugssonar, Valdimars og Ingó veðurguðs.