Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góð samvera í hádeginu á Vocal
Hópur kvenna á ýmsum aldri var mættur.
Fimmtudagur 20. febrúar 2014 kl. 15:40

Góð samvera í hádeginu á Vocal

- erindi og kynningar á dagskrá.

Vaskar Suðurnesjakonur hafa um hríð efnt til samveru í hádeginu á fimmtudögum á veitingastaðnum Vocal í Reykjanesbæ. Þar stíga á stokk öflugar konur sem kynna starfsemi sína eða flytja erindi fyrir viðstadda. Þetta hefur mælst vel fyrir og verið vinsælt. Mikil samheldni hefur myndast í kjarnahópnum og allar konur eru velkomnar.

Í dag mættu fulltrúar OM setursins kynntu sína starfsemi, auk þess sem fjórir framboðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tóku til máls. Þá sýndi Sigrún frá Krabbameinsfélaginu hvað selt verður í tilefni Mottumars í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024