Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góð mæting á leiksýningu í Garði
Laugardagur 2. febrúar 2008 kl. 12:17

Góð mæting á leiksýningu í Garði

Sveitarfélagið Garður heldur upp á aldarafmæli sitt á árinu og mun fagna þeim áfanga á margvíslegan hátt fram að 15. júní þegar stórveislan sjálf mun fara fram.

Meðal dagskrárliða var sýning á verki Þórarins Eldjárns, Landið Vifra, um síðustu helgi þar sem persónur úr barnaljóðum Þórarins stökkva ljóslifandi fram.

Fjölmargir bæjarbúar mættu á sýninguna og gefur það góð fyrirheit fyrir komandi viðburði, en upplýsingar um þá má finna á vef Garðs www.sv-gardur.is .

Myndir af heimasíðu Garðs

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024