Góð í að leysa vandamál
Ungmenni vikunnar: Ylfa Vár Jóhannsdóttir
Nafn: Ylfa Vár Jóhannsdóttir
Aldur: 15 ára
Skóli: Heiðarskóli
Bekkur: 10. bekkur
Áhugamál: Taekwondo, tónlist og söngur
„Ég myndi segja að ég sé úrræðagóð, ég er mjög góð í að leysa vandamál,“ segir Ylfa Vár aðspurð hver sé hennar helsti kostur. Ylfa æfir og þjálfar Taekwondo og lærir slagverk og söng í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Stærðfræði því mér finnst hún frekar létt eða íslenska því Íslendingasögurnar eru skemmtilegar.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Örugglega Jón Ágúst af því hann er svakalega duglegur í Taekwondo, hann verður líklega frægur fyrir að komast á Ólympíuleikana.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar við komum Írisi, kennaranum okkar, á óvart á afmælinu hennar. Við fengum leyfi til að skreyta stofuna okkar í pásunni okkar og vorum tilbúin með veitingar þegar hún kom inn í kennslustofuna.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Baltasar, það er svo fyndið að vera í tímum með honum. Hann segir fullt af skrítnum hlutum og við endum alltaf í hláturskasti.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Clocks með Coldplay.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Uppáhaldsmaturinn minn er sushi.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
Allar Harry Potter myndirnar eða Scream 1.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?
Ég myndi líklega taka með mér áhugaverða bók, til að hafa eitthvað að gera, vatn og mat.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég myndi segja að ég sé úrræðagóð, ég er mjög góð í að leysa vandamál, sérstaklega þegar kemur að einhverju í skólanum. Bekkjarfélagarnir kalla mig oft alfræðiorðabók.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?
Ég væri til í að geta flakkað á milli staða, þá er maður aldrei seinn og getur komið sér fljótt úr aðstæðum sem manni langar ekki að vera í ... plús það að maður þyrfti aldrei að borga fyrir flugferðir aftur.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Ég verð að segja traust, það er gott að geta treyst fólki.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Ég ætla í framhaldsskóla til að undirbúa mig fyrir nám í leiklist og arkitektúr.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?
Róleg.