Góð heimsókn í Prjónakaffi
Prjónakaffi verður í Flagghúsinu í Grindavík næsta miðvikudag. Þá kemur Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir í heimsókn. Í sumar skreytti hún tré við Lækjargötuna með ullargraff „knit graffiti“ nokkurs konar bútasaumur, það eru bútar úr efni, prjóni og hekli. Hún er einnig að gefa út bók um hekl en alhliða heklbók hefur ekki komið út hér á landi í hálfa öld.