Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góð aðsókn að Byggðasafninu á Garðskaga
Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 11:38

Góð aðsókn að Byggðasafninu á Garðskaga

Mjög góð aðsókn hefur verið hjá Byggðasafninu á Garðskaga frá því safnið opnaði í byrjun júlí s.l. Bókaðir gestir á safnið eru frá opnun 2916 talsins, en alls er heildarfjöldi gesta talinn 5-6 þúsund frá opnun safnsins. Aðgangur að safninu hefur verið ókeypis og er opið alla daga frá kl 13:00 til 17:00.

Mjög góð aðsókn hefur einnig verið á Kaffiteríuna Flösina sem er í safninu. Opnunartími hennar í haust er frá kl.13:00 til 22:00 alla daga nema föstudaga og laugardaga en þá er opið frá kl.13:00 til 24:00.

Nýlega var komið fyrir öflugum sjónauka á svölunum á Byggðasafninu. Í fallegu veðri eins og núna er getur verið gaman að bregða sér á Flösina fá sér kaffi og gott meðlæti og líta í sjónaukann, skoða landslagið, bátana og hvalina.

Af gardur.is VF-Mynd/HBB: Frá opnun safnsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024