Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góð aðsókn á sýningar á síðasta Ljósanæturdegi
Mánudagur 7. september 2009 kl. 16:28

Góð aðsókn á sýningar á síðasta Ljósanæturdegi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósanæturhelgi lauk í gær á sunnudegi þar sem hápunkturinn var tónleikar í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fjölmargir mættu þar sem og á þær listsýningar sem í boði voru víða um bæinn.
Sýningar voru ótrúlega fjölbreyttar í ár og aðsóknin var gríðarleg. Salan var víða mjög góð en sums staðar eitthvað minni en í fyrra enda má segja að góðærið hafi verið við það að enda í byrjun sept. 2008.

Meðfylgjandi eru myndir frá nokkrum sýningum á Ljósanótt 2009. Fleiri myndir í Ljósmyndasafni vf.is og videomyndir eru væntanlegar frá hátíðinni.

Halla Haraldsdóttir var að venju með glæsilega myndlistarsýningu á Ljósanótt.

Ásta Kristín Guðmundsdóttir sýndi glerlistaverk og málverk.

Birgir Guðnason, einn mesti listfrömuður á Suðurnesjum stóð fyrir fertugri „endur“-sýningu þar sem málverk sem sýnd voru við opnun sprautuverkstæðis hans fyrir 40 árum voru dregin aftur fram í dagsljósið.

Sigríður Anna Garðarsdóttir þótti vera með eina glæsilegustu myndlistarsýninguna á Ljósanótt 2009.

Fríða Rögnvaldsdóttir sýndi verk sín á vinnustofu sinni.

Sýningarnar voru af ýmsum toga eins og myndirnar sýna.