Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glöddu leikskólabörn með gjöfum
Fimmtudagur 7. nóvember 2013 kl. 13:54

Glöddu leikskólabörn með gjöfum

Mikill gleði og fögnuður ríkti meðal nemenda og starfsfólks leikskólans Vesturbergs í gær þegar Gunnar Valdimarsson, fagstjóri í tréiðnum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og nemendur hans komu í heimsókn og gáfu leikföng sem þeir smíðuðu sjálfir. Meðal gjafanna voru dúkkurúm, púsl og faratæki sem hægt er að aka einum og sér, áfram og afturábak, eða tengja saman og búa til lest. Að afhendingu lokinni þáðu gestirnir veitingar á kaffistofu leikskólans. Í fyrra var það leikskólinn Tjarnarsel sem fékk gjafirnar. Hefur þessi fallega hugsun fallið afar vel í kramið og verið til fyrirmyndar. Aðstandendur og viðtakendur á einu máli um að þetta sé góð leið til að tengja saman skóla á ólíkum námsstigum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-myndir Olga Björt