Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glímdi við offitu á unglingsárum
Sunnudagur 19. september 2021 kl. 18:39

Glímdi við offitu á unglingsárum

Jóhann Friðrik Friðriksson skipar 2. sætið hjá Framsókn

„Ég hafði sjálfur verið að glíma við offitu í mörg ár, bara frá því ég var unglingur og var kannski ekki steríótýpan í útliti til að setjast á skólabekk og nema lýðheilsu. Það gerði það að verkum að tenging mín við þessi fræði voru kannski persónulegri en hjá mörgum öðrum, því ég hafði sjálfur þurft að glíma við ýmislegt sem var fjallað um í mínu námi og fer síðan að fjalla um í mínum rannsóknum og svo áfram um á sviði stjórnmálanna,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, en hann skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021.

Jóhann Friðrik þótti uppátækjasamur sem barn og var kallaður Suðurnesjaskelfirinn. Áhugi hans liggur víða og því hefur hann prófað margt og má þar nefna störf við fjölmiðla, uppistand og nám í lýðheilsufræðum en hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Keilis. Hann hefur einlægan áhuga á fólki og því lá beinast við að fara í pólitík þar sem hann átti sterka innkomu.

Góðar sögur settust niður með Jóhanni Friðriki og ræddu við hann um lífið og tilveruna, covid og eldgos - og að sjálfsögðu um pólitík.

Hlaðvarpið Reykjanes Góðar sögur tók frambóðendur af Suðurnesjum tali fyrir kosningarnar til þess að spyrja þá út í helstu áherslumálin á Suðurnesjum en líka til þess að kynnast þeim betur. Rætt var við Jóhann Friðrik Friðriksson sem skiptar 2. sæti hjá Framsókn, Birgi Þórarinsson sem leiðir lista Miðflokks, Hólmfríði Árnadóttur sem leiðir lista Vinstri grænna, Oddnýju Harðardóttur sem leiðir lista Samfylkingar, Guðbrand Einarsson sem leiðir lista Viðreisnar og Vilhjálm Árnason sem skipar 2. sæti lista Sjálfstæðisflokks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024