Gleymdi sér við markrílveiðarnar!
Eitthvað hefur hægst á makrílveiðum í Keflavík þó enn megi sjá veiðimenn við höfnina og fleiri hafnir á Suðurnesjum. Fyrir nokkrum dögum var mikið flóð og þá voru þessar myndir teknar í Keflavíkurhöfn og sýna vel hvernig menn geta gleymt sér við veiðarnar. Ekki fylgir sögunni hvað bíleigandinn gerði en líklega beið hann eftir að flóðið minnkaði.