Gleðivika á Akri, Gimli og Völlum
Gleðivika Hjallastefnunnar sem var þann 20. til 24. apríl s.l. var einstakt samstarfsverkefni á landsvísu, en allir Hjallastefnuskólarnir víðs vegar um landið tóku þátt í gleðivikunni. Hugmyndin með Gleðivikunni var að skapa samhljóma í öllum skólunum og tengja þá í gegnum sameiginlegan gleðiviðburð. Skemmtilegt andrúmsloft ríkti í skólunum alla vikuna og var gleðin útgangspunktur námsefnis og námsaðferða.
Gleðivikunni lauk síðan með samhljóm í steinaslætti og söng í öllum leikskólum Hjallastefnunnar í morgun kl. 10:00. Tilgangur viðburðarins var sá að vinna með hið góða í öllu fólki, gleðja náungann, gefa kærleika og góðmennsku af sér og þakka fyrir allt sem við eigum nú þegar.