Glápir á boltann um helgina
Verslunarmannahelgi Suðurnesjamanna
S. Hilmar Guðjónsson er varaformaður Arsenal klúbbsins á Íslandi en hann ætlar að taka því rólega með fjölskyldunni á Skagaströnd og horfa á fótbolta.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ætli við fjölskyldan tökum það ekki rólega um verslunarmannahelgina. Tengdó búa á Skagaströnd og það er alltaf ljúft að fara þangað og strákunum finnst ekkert leiðinlegt að hitta Gumma afa og ömmu Tótu.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Að vera í faðmi fjölskyldunnar og hitta vini sem maður hittir sjaldan er eitthvað sem einkennir góða verslunarmannahelgi. Emirates Cup sem Arsenal heldur árlega er ómissandi um þessa helgi, fótboltafíklar eins og ég sleppa því ekki að horfa á fótbolta þó þessi helgi beri eitthvað heiti hér á klakanum.
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Það eru nokkrar sem standa upp úr af mismunandi ástæðum; Vaðnes 94, Akureyri 98, Skagaströnd 2004 og London 2007.