Glætan í SSV
Laugardaginn 11.október kl. 16 00 opnar sýning Haraldar Jónssonar í SuðSuðVestur í Reykjanesbæ. Sýningin ber heitið Glætan og er unnin út frá nánasta umhverfi staðarins. Miðnesheiðin og Keflavík eru staðsett á svæði sem tengist millibilsástandi og bið. Bæjarfélagið er í næsta nágrenni við yfirgefna herstöð að ógleymdri flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessi staðsetning hefur afgerandi áhrif á mannlíf staðarins og ástand. Höfuðborgin er ekki langt undan en samt nógu langt til að hún er ekki lengur í göngufæri. Andrúmsloft staðarins hefur eðlilega orðið fyrir áhrifum frá bandarískum gildum; unglingamenningu, neysluhyggju, rokki og róli, vonum og væntingum.
Sýningin mun standa til 9 nóvember.
Opnunartímar Suðsuðvesturs er laugardaga og sunnudaga frá kl.13 - kl.17
SUÐSUÐVESTUR
Hafnargata 22
230 Reykjanesbær