Glæsilegt konuboð Bláa Lónsins í kvöld
Konukvöld Bláa Lónsins verður haldið kl. 20.00 í kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember í versluninni í Bláa Lóninu.
Snyrtifræðingar munu kynna allt það nýjasta í Blue Lagoon húðvörulínunni, boðið verður upp á handanudd og kynningu á snyrtimeðferðum Bláa Lónsins. Þá verður 30% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum og 20% afsláttur völdum hönnunarvörum.
Fulltrúar margra af flottustu hönnunarmerkjum Íslands þ.á.m. Farmers Market, 66°Norður, Gyðja Collection, Marta Jonsson og Sigga og Tímo verða á staðnum og kynna vörur sínar.
Veitingar verða í höndum matreiðslumeistara Lava þeirra Viktors Arnar Andréssonar, matreiðslumeistara Íslands, Þráins Freys Vigfússonar og Inga Þórarins Friðrikssonar.
Allar konur eru velkomnar!