Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsilegt 75 ára afmælishóf UMFG
Mánudagur 18. janúar 2010 kl. 11:43

Glæsilegt 75 ára afmælishóf UMFG

-í íþróttahúsinu 6. febrúar

Ungmennafélag Grindavíkur (UMFG) fagnar 75 ára afmæli 3. febrúar nk. Í undirbúningi er glæsilegt afmælishóf sem haldið verður í íþróttahúsinu laugardaginn 6. febrúar en húsinu verður breytt í glæsilegan samkomusal. Þar munu veisluborð svigna undan dýrindis þorramat, frábærir skemmtikraftar stíga á stokk, veislustjóri er útvarpsmaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson og hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi. Búist er við um 400 manns í mat. 20 ára aldurstakmark er á ballið. Knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildir UMFG sjá um í sameiningu að halda afmælishófið.


Dagskráin afmælishófsins er eftirfarandi:?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Húsið opnar kl. 18:30.
- Glæsilegt þorrahlaðborð að hætta Bjarna Óla (Bibbans).
- Veislustjóri Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaður.
- Verðlauna- og orðuveitingar í umsjá Gunnlaugs Hreinssonar, formanns UMFG.
- Tenórarnir tveir, Davíð og Stefán taka lagið og fara með gamanmál.
- Grindvíska sveitin Stigamenn tekur lagið.
- Óli nikkari og Óli gítarleikari taka létt lög.
- Bæjarbragur eftir Dædu.
- Happdrætti með glæsilegum vinningum.
- Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi.


Miði á afmælishófið og ballið kostar 6.000 kr. Miði eingöngu á ballið kostar 2.900 kr. Hægt er að kaupa miða í Bókabúðinni, Palómu og í Gula húsinu og með því að panta í síma 863 2040 og 861 5004. Sérstök tilboð verða í gangi fyrir stærri hópa.


Grindvíkingar um land allt eru hvattir til þess að fjölmenna í 75 ára afmælishóf UMFG þann 6. febrúar og kaupa miða í tíma. Skorað er á stuðningsmenn, bakhjarla, sjálfboðaliða, fyrrverandi stjórnarfólk og sérstlega fyrrverandi leikmenn að mæta og rifja upp gömul kynni og halda góðum tengslum við UMFG.