Glæsilegasta herrakvöld fótboltans í Grindavík frá upphafi
Herrakvöld knattspyrnudeildar Grindavíkur verður haldið föstudaginn 30. apríl nk. í Eldborg. Þetta verður glæsilegasta herrakvöld frá upphafi en mikill metnaður er lagður í dagskrána. Veislustjóri er að sjálfsögðu Eysteinn Húni Hauksson og þá verður steikarahlaðborð að hætti Bíbbans. Þema kvöldsins er enski boltinn og eru allir hvattir til að mæta í búningi síns liðs í enska boltanum.
Dagskrá herrakvöldsins er eftirfarandi:
- Húsið opnar klukkan 19:00.
- Steikarahlaðborð að hætti Bíbbans.
- Spurningakeppni um enska boltann.
- Happdrætti með 10 glæsilegum vinningum, þar á meðal ferðavinningi frá Úrval Útsýn.
- Uppboð á glæsilegum málverkum og gæða Ping golfsetti.
- Ræðumaður kvöldsins: Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði.
- Þjálfari liðsins fer yfir sumarið og kynnir nýja leikmenn.
- Hin eina og sanna útvarpskona Sigga Lund afhjúpar öll leyndarmálin í bólinu, hvernig best er að fullnægja konunni.
- Sveinn Waage, fyndnasti maður Íslands, kryfur m.a. John Terry og Þorgrím Þráinsson til mergjar og afhjúpar með hvaða liði hann heldur í enska boltanum.
- Baldur og Júlíus Guðmundssynir, synir Rúnars Júlíussonar, taka lagið.
- Leikmenn Grindavíkur þjóna til borðs. Miðaverð er aðeins 5.000 kr. og er hægt að nálgast miðana í Gula húsinu hjá Eiríki framkvæmdastjóra (sími 863 2040), stjórnarmönnum eða leikmönnum.
Athugið að leikmenn taka að sér að keyra þá sem vilja til og frá Eldborg fyrir 500 kr. aðra leið.