Glæsileg tískusýning á vegum Fjölskylduhjálpar
Fjölskylduhjálp Íslands stendur fyrir miklu átaki nú um helgina í Reykjanesbæ á sama tíma og tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival fer fram.
Fjölskylduhjálpin hefur fengið kaffihúsið Café Nero á Hafnargötu 26, lánað endurgjaldslaust og munu selja kaffi og með því alla helgina. Það verður líka stórt sölutjald á þeirra vegum þar sem seldar verða pylsur og gos. Í gær fór svo fram glæsileg tískusýning í Nettó í Reykjanesbæ þar sem fyrisætur á öllum aldri komu fram í fatnaði sem síðan verður seldur í verslun á Hafnargötu 32 um helgina.