Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsileg sýning í Listasafni Reykjanesbæjar
Mánudagur 26. október 2009 kl. 08:19

Glæsileg sýning í Listasafni Reykjanesbæjar


Óhætt er að segja að myndlistarsýningin Innistæða, sem opnuð var í Listasafni Reykjanesbæjar á föstudaginn,  sé með þeim glæsilegustu sem settar hafa verið upp hér á svæðinu. Á sýningunni eru 30 verk,  öll í eigu Landsbankans. Segja má að listasaga landsins frá þar síðustu aldamótum fram til ársins 1990 birtist í þessum verkum en þau eru eftir ýmsa af helstu myndlistarmönnum þjóðarinnar.

Sýningin hefur verið í undirbúningi í tvö ár og var alltaf hugsuð sem sérstök skólasýning en Listasafn Reykjanesbæjar er eina listasafnið á Suðurnesjum og hefur þar af leiðandi ýmsum skyldum að gegna auk hefðbundinnar safnastarfsemi.


VFmyndir/elg.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024