Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Glæsileg stuttmyndakeppni starfsbrauta í FS
Fimmtudagur 17. apríl 2008 kl. 15:32

Glæsileg stuttmyndakeppni starfsbrauta í FS


Stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna var haldinn fimmtudaginn 10. apríl sl. í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. FS hélt keppnina í ár þar sem þau hrósuðu sigri í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Krakkarnir á starfsbrautinni hafa lagt afar hart að sér við undirbúninginn sem hefur staðið yfir síðan í janúar sl. og var honum fléttað inn í hinar ýmsu námsgreinar s.s. lífsleikni, heimilisfræði, starfsnám á vinnustað, en einnig var sérstakur áfangi fyrir stuttmyndagerð. 

 

Sigurvegari keppninnar í ár var Flensborgarskóli í Hafnarfirði með myndina Hver stal kökunni. Í öðru sæti varð Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra með myndina Þegar Guðmundur góði vígði Drangey, en í 3. sæti urðu heimamenn í FS með myndina  Dagur í lífi Palla.

 

Eftir keppnina var svo haldið diskótek þar sem DJ Joey hélt uppi fjörinu. Keppnin þótti takast í alla staði vel og er það, að sögn aðtandenda, ekki síst að þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu keppnina. Sérstakar þakkir fá Samkaup, Blómaval, Kjörís og Blómaval fyrir rausnarleg framlög. Einnig langar þau á starfsbrautinni að nota tækifærið og þakka öllum þeim fyrirtækjum sem lögðu þeim lið við að gera keppnina sem glæsilegasta.

VF-mynd/Hilmar Bragi