Glæsileg skemmtun í Stapa
Hljómar komu, sáu og sigruðu í Stapa á laugardagskvöldið. Haraldur Helgason veitingamaður í Stapa troðfyllti veitingahúsið á Hljómakvöldinu og bauð upp á glæsilegt og ljúffengt steikarhlaðborð. Eftir að fólk hafði tekið vel til matar síns komu leikhússysturnar Selma og Hansa og fluttu nokkur lög af nýútkomnum geisladiski sínum, Sögur af sviði. Þeim var vel fagnað og voru þær klappaðar upp tvívegis í aukalög.
Hljómar komu síðan á svið um miðnættið með sprengingum og ljósagangi. Salurinn trylltist og fólk streymdi út á gólfið og dansaði sem aldrei fyrr. Fleiri myndir frá Hljómakvöldinu í Víkurfréttum.
Myndin: Hansa og Selma á sviðinu í Stapa á laugardaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Hljómar komu síðan á svið um miðnættið með sprengingum og ljósagangi. Salurinn trylltist og fólk streymdi út á gólfið og dansaði sem aldrei fyrr. Fleiri myndir frá Hljómakvöldinu í Víkurfréttum.
Myndin: Hansa og Selma á sviðinu í Stapa á laugardaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson