Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsileg hönnunarsýning í Bláa Lóninu
Föstudagur 23. mars 2012 kl. 11:24

Glæsileg hönnunarsýning í Bláa Lóninu

Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mætir til að fjalla um viðburðinn

Glæsileg hönnunarsýning Sub-zero Couture fer fram í Bláa Lóninu á föstudagskvöld. Þetta er ein stærsta og veglegasta hönnunarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mun mæta og fjalla um viðburðinn. 66°NORÐUR stendur fyrir sýningunni í samvinnu við HönnunarMars, Iceland Naturally, Bláa Lónið, Icelandair og Reyka Vodka. Sýningin fer fram utandyra í Lóninu sjálfu og hefst kl. 1900.

Sýning á hönnun útivistarfatnaðar 66°NORÐUR var haldin í New York á síðasta ári en nú var ákveðið að halda sýninguna í Bláa lóninu sem hluta af Hönnunarmars og fá erlenda fjölmiðla til landsins. Ásamt 66°NORÐUR munu þekktir íslenskir hönnuðir koma fram á sýningunni með fylgihluti m.a. Mundi, Volki, Kron by KronKron, Vík Prjónsdóttir og Farmers Market.

Þá munu um 30 blaðamenn og ljósmyndarar frá mörgum heimsþekktum blöðum og tímaritum mæta á sýninguna og fjalla um hana. Má þar nefna fjölmiðlamenn frá Wallpaper, Elle Interior, Bo Bedre, Dwell, C Magazine, FORM, Coolhunting, Daily Mirror, WGSN og Extra TV. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum á vefsíðunni Liveproject.is.

DJ Margeir og Daníel Ágúst munu sjá um tónlistina sem mun undirstrika íslenska hönnun í stórbrotnu íslensku umhverfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024