Glæsileg garðveisla við Glæsivelli
Íbúar í rauða hverfinu í Grindavík hafa skreytt bæinn eins og aðrir í tilefni af Sjóaranum síkáta. Margir gera meira en að skreyta og hefð er að komast á það að gestum og gangandi sé boðið heim í súpu eða jafnvel humarveislu.
Að Græsivöllum 20 í Grindavík var rauður dregill og fólki boðið að koma og þiggja grillaðan mat. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta var í glæsilegri garðveislu við Glæsivelli um miðjan dag voru rúmlega 100 manns búnir að reka inn nefið og þiggja grillspjót þar sem humar, lúða og skötuselur fengu að njóta sín.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við Glæsivelli um miðjan dag. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson