Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Glæsileg dagskrá í FS á Degi íslenskrar tungu
Föstudagur 16. nóvember 2007 kl. 18:27

Glæsileg dagskrá í FS á Degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag eins og annars staðar á landinu. Að venju var haldið upp á daginn í skólanum og var dagskráin óvenjuleg glæsileg að þessu sinni í tilefni þess að 200 ár eru frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.

 

Meistari Megas flutti nokkur lög og með honum spilaði gítarsnillingurinn Guðmundur Pétursson. Þá lásu skáldin Guðrún Eva Mínvervudóttir, Sölvi Björn Sigurðsson og Kristín Eiríksdóttir upp úr verkum sínum. 

 

Einnig var ljóðum Jónasar gerð skil með ýmsum hætti en nemendur höfðu unnið veggspjöld og önnur verkefni tengd þeim.

Af www.fss.is

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024