Glæpasögur og góðir höfundar
Glæpasagnavika stendur nú yfir í Bókasafni Reykjanesbæjar og er glæpasögum því gert hátt undir höfði. Í kvöld, fimmtudagskvöldið, 27. október klukkan 20:00 koma glæpasagnahöfundarnir Lilja og Yrsa Sigurðardætur sem koma og kynna sínar nýjustu glæpasögur. Þær fjalla um áhuga sinn á glæpasögum og hvernig þeirra glæpasögur verða til.
Glæpagetraun verður á safninu sem verður gert að einum allsherjar glæapvettvangi. Allir góðir gestir eru glæpsamlega velkomnir, segir í tilkynningu.