Gjörsamlega misstu sig í bolluátinu – myndir
Við vörum við myndunum sem hér koma en dagskrárgerðarmenn Kanans voru algjörlega stjórnlausir í bolluátinu í morgun eins og myndirnar bera glögglega með sér. Það er jú Bolludagur í dag en þó hann sé bara einu sinni á ári er nú samt betra að gæta hófs. Hins vegar höfðu morgunhanar Kanans, þeir Einar Bárðar og Dóri dimmraddari, einsett sér að setja heimsmet í bolluáti fyrir klukkan níu með því að hesthúsa 150 bollum. Þeim hafði gengið verkið alveg ágætlega þegar ljósmyndari VF leit við í morgun og gerðu grín að honum er hann benti þeim á að til að brenna hverri bollu þyrftu þeir að puða 15 - 20 mínútur á hlaupabretti. Aðspurðir hvort þeir vissu hversu margar hitaeiningar væru í hverri bollu hlógu þeir og spurðu á móti: „Sýnist þér við vera að telja?“
Þeir Halldór og Einar fengu svo góðan liðsauka og þegar Gulli Helga og Ásgeir Páll mættu í vinnuna og gúffuðu í sig bollunum eins og enginn væri morgundagurinn.
---
VFmyndir/elg.